Kaupir sér frelsi fyrir 242 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Nick Foles. Getty/Jonathan Bachman Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019 NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira
Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019
NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira