Sport

Ótrúleg tilþrif en heppinn að stórslasa sig ekki | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pederson liggur hér sárþjáður á vellinum.
Pederson liggur hér sárþjáður á vellinum. vísir/getty
Hafnaboltakappinn Joc Pederson hjá LA Dodgers átti ein af tilþrifum ársins í MLB-deildinni síðustu nótt en hann lagði allt undir og mátti litlu muna að illa færi.

Pederson var þá að reyna að bjarga því að Colorado Rockies náði heimahafnarhlaupi. Hann hljóp á fullu gasi að veggnum, rétti hendina yfir vegginn og tók í leiðinni á sig mjög þungt högg í magann.





Á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að grípa boltann en lá svo sárþjáður á vellinum enda höggið mikið.

Maginn á honum var illa farinn eftir höggið en hann hefur verið frekar fljótur að ná sér og er aðeins marinn á rifbeinum en ekkert er brotið.

„Vindurinn fór alveg úr mér og ég fékk mikla krampa. Læknarnir höfðu smá áhyggjur en þetta er allt að koma,“ sagði Pederson brattur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×