Rósalind rektor vísað daglega á dyr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 20:00 Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands. Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands.
Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira