Greg Hardy fær alvöru andstæðing í Rússlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 10:00 Greg Hardy í sínum síðasta bardaga þann 18. október. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00. MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00.
MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00