Biðst afsökunar á ummælum um transkonur í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 12:30 Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum vísir/getty Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér. Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér.
Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30