Stöðvum feluleikinn Bergsteinn Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar