Lífið

Ástralskur stjörnu­plötu­snúður lést þegar hann reyndi að bjarga vin­konu sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Facebook
Ástralski plötusnúðurinn Adam Sky er látinn eftir að hann reyndi að bjarga vinkonu sinni sem hafði fallið og slasast illa á indónesísku eyjunni Balí. Hann varð 42 ára gamall.

Ástralskir fjölmiðlar segja Sky hafa slasast alvarlega og misst mikið blóð eftir að hafa hlaupið á glerhurð þar sem hann reyndi að koma vinkonu sinni til aðstoðar. Hún hafði þá fallið nokkra metra af svölum hússins. Hann lést af sárum sínum.

Í frétt BBC segir að konan hafi einnig slasast alvarlega en komist lífs af.

Greint var frá andláti Adam Sky á samfélagsmiðlum hans.

Adam Sky, sem hét Adam Neat réttu nafni, starfaði mikið í Singapúr og var valinn þriðji vinsælasti plötusnúður Asíu á síðasta ári, að því er fram kemur á heimasíðu hans.

Hann hafði meðal annars starfað með listamönnum á borð við Fat Boy Slim, David Guetta og Scissor Sisters. Meðal þekktustu laga hans má nefna Illogical, Larynx og Kreatine.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.