Sport

Fer í keilu á laugardegi en gat ekki spilað á sunnudegi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bell er greinilega mikill íþróttamaður.
Bell er greinilega mikill íþróttamaður. vísir/getty

Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Le'Veon Bell, hefur verið talsvert gagnrýndur í vikunni þar sem hann ákvað að skella sér í keilu.

Það gerði hann síðastliðið laugardagskvöld. Daginn eftir átti hann að spila með NY Jets en hringdi sig inn veikan. Það fór illa í þjálfara liðsins, Adam Gase, sem sagði hann setja vont fordæmi.

Bell gaf lítið fyrir gagnrýni þjálfarans en þrátt fyrir veikindin keilaði hann frábærlega. Var með skor upp á 251 sem er hans besta á ferlinum.

„Mér líður ekki illa yfir því sem ég gerði. Ég braut ekki neinar reglur,“ sagði Bell en hann var afar stoltur af skorinu í keilunni.

Það hefur ekki verið gott á milli Gase og Bell í vetur og þessi uppákoma mun örugglega ekki treysta þeirra samstarf mikið.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.