Sport

Björgvin Karl áfram í 5. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Karl er 65 stigum á eftir efsta manni, Brent Fikowski.
Björgvin Karl er 65 stigum á eftir efsta manni, Brent Fikowski. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA DUBAI CROSSFIT CHAMPIONSHIP

Björgvin Karl Guðmundsson er enn í 5. sæti fyrir síðustu greinina á Dubai CrossFit Championship.

Björgvin endaði í 5. sæti í fyrri grein dagsins og fékk fyrir það 80 stig. Hann er í 5. sæti mótsins með 609 stig.

Brent Fikowski frá Kanada vann fyrri grein dagsins og skaust þar með á toppinn, upp fyrir Rússann Roman Khrennikov. Aðeins fimm stigum munar á þeim fyrir síðustu greinina.

Björgvin hefur lent í 5. sæti í þremur af þeim átta greinum sem lokið er á mótinu í Dúbaí. Besti árangur hans er 3. sætið í fyrstu og fimmtu greininni.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá lokadegi mótsins með því að smella hér.

Staðan í karlaflokki fyrir síðustu greinina:

1. Brent Fikowski, Kanada - 674

2. Roman Khrennikov, Rússland - 669

3. Patrick Vellner, Kanada - 647

4. Jason Smith, Suður-Afríka - 624

5. Björgvin Karl Guðmundsson, Ísland - 609

6. Jeffrey Adler, Kanada - 572

7. Jonne Koski, Finnland - 560

8. Tola Morakinyo, Bandaríkin - 556

9. Lazar Dukic, Serbía - 553

10. Elliott Simmonds, Bretland - 546


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×