Sport

Björgvin Karl áfram í 5. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Karl er 65 stigum á eftir efsta manni, Brent Fikowski.
Björgvin Karl er 65 stigum á eftir efsta manni, Brent Fikowski. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA DUBAI CROSSFIT CHAMPIONSHIP

Björgvin Karl Guðmundsson er enn í 5. sæti fyrir síðustu greinina á Dubai CrossFit Championship.

Björgvin endaði í 5. sæti í fyrri grein dagsins og fékk fyrir það 80 stig. Hann er í 5. sæti mótsins með 609 stig.

Brent Fikowski frá Kanada vann fyrri grein dagsins og skaust þar með á toppinn, upp fyrir Rússann Roman Khrennikov. Aðeins fimm stigum munar á þeim fyrir síðustu greinina.

Björgvin hefur lent í 5. sæti í þremur af þeim átta greinum sem lokið er á mótinu í Dúbaí. Besti árangur hans er 3. sætið í fyrstu og fimmtu greininni.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá lokadegi mótsins með því að smella hér.

Staðan í karlaflokki fyrir síðustu greinina:
1. Brent Fikowski, Kanada - 674
2. Roman Khrennikov, Rússland - 669
3. Patrick Vellner, Kanada - 647
4. Jason Smith, Suður-Afríka - 624
5. Björgvin Karl Guðmundsson, Ísland - 609
6. Jeffrey Adler, Kanada - 572
7. Jonne Koski, Finnland - 560
8. Tola Morakinyo, Bandaríkin - 556
9. Lazar Dukic, Serbía - 553
10. Elliott Simmonds, Bretland - 546


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.