Sport

Sara með afgerandi forystu fyrir síðustu greinina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara er 51 stigi á undan næsta keppanda.
Sara er 51 stigi á undan næsta keppanda. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA DUBAI CROSSFIT CHAMPIONSHIP

Sara Sigmundsdóttir er með 51 stigs forskot fyrir á Dubai CrossFit Championship.Sara er með 807 stig, 51 stigi meira en Karin Frey frá Slóvakíu.Sara lenti í 2. sæti í níundu greininni. Fyrir það fékk hún 95 stig. Jamie Greene frá Nýja-Sjálandi hefur unnið báða greinar dagsins og er í 3. sæti.Sara hefur unnið tvær greinar á mótinu, þrisvar sinnum endað í 2. sæti og tvisvar sinnum í því þriðja.Eik Gylfadóttir er í 15. sæti með 553 stig. Hún lenti í 10. sæti í níundu greininni.Fylgjast má með beinni útsendingu frá lokadegi mótsins með því að smella hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.