Sport

Mættu um miðja nótt í nístingskulda til að taka á móti hetjunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsfólk Buffalo Bills fagnar leikstjórnandanum Josh Allen.
Stuðningsfólk Buffalo Bills fagnar leikstjórnandanum Josh Allen. Getty/Justin K. Allen

Buffalo Bills liðið á alvöru stuðningsmenn sem standa með sínu liði gegnum súrt og sætt. Fá lið frá betri stuðnings þrátt fyrir að umræddir stuðningsmenn hafi ekki haft yfir miklu að fagna undanfarin ár.

Buffalo Bills liðið í ár tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær og það þrátt fyrir að liðið eigi enn tvo leiki eftir af deildarkeppninni.

Félagið hefur aðeins eini sinni komist í úrslitakeppnina á þessari öld og liðið vann síðast leik í úrslitakeppninni í desember 1995.

Buffalo Bills vann Pittsburgh Steelers á útivelli í kvöldleiknum í nótt og leikmenn liðsins skiluðu sér því seint heim til Buffalo.

Það kom þó ekki í veg fyrir það að þeir fengu frábærar móttökur á flugvellinum eins og sjá má hér fyrir neðan.



Klukkan var orðin tvö um nótt og úti var fjögurra stiga frost en fólkið lét það ekki koma í veg fyrir að hanga fyrir utan grindverkið á flugvellinum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×