Innlent

Ráfandi um mið­bæinn á nær­fötunum einum klæða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er tæpt á ýmsu í dagbók löreglu þennan daginn.
Það er tæpt á ýmsu í dagbók löreglu þennan daginn. Vísir/vilhelm

Á níunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi sem var ráfandi um miðbæinn á nærfötunum einum klæða. Fékk hann aðstoð við að komast heim til sín að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá var á áttunda tímanum tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi í miðbænum sem var til vandræða og með læti. Hann var fjarlægður og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Á tíunda tímanum var síðan tilkynnt um krakka að kveikja eld við skóla í hverfi 105 í Reykjavík. Engan var að sjá á vettvangi þegar lögregla kom á staðinn en smáræði var af brunnum blöðum á jörðinni.

Síðan var tilkynnt tvisvar um að verið væri að draga sleða á eftir ökutæki í Kópavogi. Annars vegar var tilkynnt um númerslaust fjórhjól með krakka á sleða í eftirdragi en lögreglan fann engan.

Um einum og hálfum tíma síðar var svipað atvik aftur tilkynnt, nú bifreið með sleða í eftirdragi en ekkert var bókað frekar að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.