Sport

Birnirnir átu skotfæralausa Kúreka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Bears fagna í nótt.
Leikmenn Bears fagna í nótt. vísir/getty
Vonbrigði Dallas Cowboys í NFL-deildinni héldu áfram í nótt er liðið tapaði, 24-31, gegn Chicago Bears á Soldier Field.Dallas er með eitt besta mannaða lið NFL-deildarinnar en er nú búið að vinna sex leiki en tapa sjö. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðið tapar þremur leikjum í röð.Það er búið að vera mjög heitt undir þjálfara félagsins, Jason Garrett, en eigandi Kúrekanna, Jerry Jones, sagði eftir tapið um síðustu helgi að hann myndi klára tímabilið. Það verður erfiðara að láta hann hanga í starfi með hverju tapinu.Sóknarleikur Chicago var óvenju góður í nótt og leikstjórnandi liðsins, Mitch Trubisky, í banastuði. Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum og hljóp svo glæsilega fyrir einu.Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, lék vel með 334 jarda og eitt snertimark. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp rúma 80 jarda og skoraði tvö snertimörk.Þrátt fyrir tapið og neikvæða sigurhlutfallið á Dallas enn bullandi séns á því að komast í úrslitakeppnina. Liðið er meira að segja á topp síns riðils sem er augljóslega hörmulega lélegur.Philadelphia er í öðru sæti riðilsins með fimm sigra og Washington kemur þar á eftir með þrjá. Liðið sem vinnur riðilinn kemst í úrslitakeppnina.Chicago er nú búið að vinna sjö leiki en tapa sex en er samt aðeins í þriðja sæti síns riðils á eftir Green Bay og Minnesota.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.