Innlent

Stjörnunni breytt þannig að hún verði í hafnfirskum stíl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gangstéttin við Bæjarbíó sem var áður stjörnu prýdd.
Gangstéttin við Bæjarbíó sem var áður stjörnu prýdd. vísir/vilhelm

Björgvin Halldórsson segir að stjarnan sem sett var í stéttina í Strandgötu við Bæjarbíó í sumar með nafninu hans, en hefur nú verið fjarlægð, verði breytt „á mjög skemmtilegan hátt og í hafnfirskum stíl.“

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Björgvins en í morgun var greint frá því að stjarnan hefði verið fjarlægð eftir að Hafnarfjarðarbæ barst kröfubréf vegna stjörnunnar frá viðskiptaráði Hollywood.

Sjá einnig: Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood

Í bréfinu var þess krafist að stjarnan yrði fjarlægð án tafar þar sem hún væri svo lík Hollywood-stjörnunni sem prýðir The Walk of Fame í Los Angeles. Sú stjarna væri varin höfundarrétti og því væri stjarnan í Hafnarfirði ólögmæt.

„Stjarnan var fjarlægð vegna þess að hún þótti of lík Hollywood stjörnunni á frægðarbrautinni í Los Angeles. Upphafleg hugmynd stjórnenda Bæjarbíós og Hafnarfjarðar var að heiðra íslenska tónlistarmenn á sama hátt er gert í mörgum borgum heimsins. Nú er verið að breyta stjörnunni á mjög skemmtilegan hátt og í Hafnfirskum stíl. Við erum viss um að fólk á eftir að líka við breytinguna. Strandgatan verður íslenskum tónlistarstjörnum prýdd í framtíðinni,“ segir Björgvin í færslu sinni á Facebook.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.