„Líklegra að refsing Rússa verði þyngd frekar en milduð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 14:30 Rússar mega ekki keppa á alþjóðlegum íþróttamótum næstu fjögur árin. vísir/getty Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við. Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við.
Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Haukar - Grindavík | Meistararnir fá sterka Grindjána í heimsókn Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26
Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56