Handbolti

Sigvaldi fylgir Hauki til Kielce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar. vísir/getty
Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, yfirgefur norska liðið Elverum eftir tímabilið. Samkvæmt heimildum Vísis er hann á förum til Póllandsmeistara Kielce.Haukur Þrastarson hefur gert þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. Allt bendir til þess að það verði tveir Íslendingar hjá Kielce á næsta tímabili.„Ég get staðfest að Sigvaldi spilar ekki með Elverum á næsta tímabili. Við erum að leita að manni í hans stað,“ sagði Mads Frediksen, framkvæmdastjóri Elverum, við Nettavisen.Slóvenski hægri hornamaðurinn Blaz Janc fer til Barcelona næsta sumar og Sigvalda er ætlað að fylla hans skarð hjá Kielce.Sigvaldi, sem er 25 ára, er á sínu öðru tímabili hjá Elverum en hann kom til liðsins frá Århus 2018. Hann varð tvöfaldur meistari með Elverum á síðasta tímabili og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með norska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Í vetur hefur Sigvaldi skorað 36 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni.Sigvaldi verður ekki fyrsti íslenski hægri hornamaðurinn sem leikur með Kielce. Þórir Ólafsson lék með liðinu á árunum 2011-14.


Tengdar fréttir

Haukur semur við Kielce

Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.