Handbolti

Sig­valdi skoraði á­tján mörk og Elverum komið í bikar­úr­slit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi á HM í janúar.
Sigvaldi á HM í janúar. vísir/getty
Sigvaldi Guðjónsson lék á alls oddi og rúmlega það er Elverum vann þriggja marka sigur á Haldum, 31-28, í norska bikarnum í kvöld.

Elverum var einu marki yfir í hálfleik en hafði betur að lokum með þremur mörkum. Þeir leiddu allan síðari hálfleikinn.

Hægri hornamaðurinn fór algjörlega á kostum í leiknum en Sigvaldi skoraði átján mörk í leiknum og þurfti einungis 21 skot til.Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk og Teitur Örn Einarsson tvö er Kristianstad gerði 29-29 jafntefli við Dinami Bucuresti í Meistaradeild Evrópu.

Kristianstad er með fimm stig í 5. sæti riðilsins en Dinamo Bucuresti er á toppi riðilsins með þrettán stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.