Handbolti

Sig­valdi skoraði á­tján mörk og Elverum komið í bikar­úr­slit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi á HM í janúar.
Sigvaldi á HM í janúar. vísir/getty

Sigvaldi Guðjónsson lék á alls oddi og rúmlega það er Elverum vann þriggja marka sigur á Haldum, 31-28, í norska bikarnum í kvöld.

Elverum var einu marki yfir í hálfleik en hafði betur að lokum með þremur mörkum. Þeir leiddu allan síðari hálfleikinn.

Hægri hornamaðurinn fór algjörlega á kostum í leiknum en Sigvaldi skoraði átján mörk í leiknum og þurfti einungis 21 skot til.

Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk og Teitur Örn Einarsson tvö er Kristianstad gerði 29-29 jafntefli við Dinami Bucuresti í Meistaradeild Evrópu.

Kristianstad er með fimm stig í 5. sæti riðilsins en Dinamo Bucuresti er á toppi riðilsins með þrettán stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.