Handbolti

Sigvaldi skoraði eitt af flottustu mörkum umferðarinnar í Meistaradeildinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi í landsleik.
Sigvaldi í landsleik. vísir/bára

Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður norska liðsins Elverum, skoraði eitt af flottustu mörkum 8. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Eitt af þremur mörkum Sigvalda í tapi Elverum fyrir Pick Szeged, 25-26, í gær er á listanum yfir flottustu mörk umferðarinnar í Meistaradeildinni.

Sigvaldi fór þá inn úr þröngu færi í hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir markvörð Pick Szeged.

Flottustu mörk 8. umferðar Meistaradeildarinnar má sjá hér fyrir neðan.


Sigvaldi hefur skorað 36 mörk fyrir Elverum í Meistaradeildinni í vetur.

Elverum er í 7. sæti A-riðils með eitt stig eftir átta umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.