Handbolti

Sigvaldi skoraði eitt af flottustu mörkum umferðarinnar í Meistaradeildinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi í landsleik.
Sigvaldi í landsleik. vísir/bára
Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður norska liðsins Elverum, skoraði eitt af flottustu mörkum 8. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Eitt af þremur mörkum Sigvalda í tapi Elverum fyrir Pick Szeged, 25-26, í gær er á listanum yfir flottustu mörk umferðarinnar í Meistaradeildinni.

Sigvaldi fór þá inn úr þröngu færi í hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir markvörð Pick Szeged.

Flottustu mörk 8. umferðar Meistaradeildarinnar má sjá hér fyrir neðan.Sigvaldi hefur skorað 36 mörk fyrir Elverum í Meistaradeildinni í vetur.

Elverum er í 7. sæti A-riðils með eitt stig eftir átta umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.