Handbolti

Haukur semur við Kielce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla í vetur.
Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla í vetur. vísir/vilhelm

Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, gengur í raðir Póllandsmeistara Kielce næsta sumar.

Haukur, sem er 18 ára, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce.

Hann skaust upp á stjörnuhimininn á þarsíðasta tímabili þar sem hann var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla og lék sinn fyrsta landsleik, aðeins 16 ára.

Haukur var valinn besti leikmaður EM U-18 ára í fyrra þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Hann varð svo Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili og var aftur valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann lék tvo leiki með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi.

Í tíu leikjum í Olís-deildinni í vetur hefur Haukur skorað 83 mörk og gefið 55 stoðsendingar. Hann er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.

Haukur er annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi hans, Þórir Ólafsson, lék með liðinu á árunum 2011-14.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.