„Sannfærður um að þetta sé rétt skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 17:30 Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla í vetur. vísir/vilhelm Kielce í Póllandi verður fyrsti viðkomustaður Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar í atvinnumennsku. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. „Ég hef skoðað mín mál lengi. Í lok sumars fór ég og kíkti á aðstæður hjá félaginu. Ég talaði við þjálfarana og skoðaði bæinn. Ég er sannfærður um að þetta sé rétt skref,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Hann verður annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi Hauks, Þórir Ólafsson, var í herbúðum liðsins á árunum 2011-14. „Ég talaði við Þóri og fékk ráðleggingar hjá honum. Hann þekkir auðvitað vel til þarna,“ sagði Haukur. Mjög ánægður með niðurstöðunaHaukur í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.vísir/gettyHann hefur verið einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims undanfarna mánuði og mörg stórlið renndu hýru auga til hans. Haukur segir að heimsóknin til Kielce í sumar hafi gert útslagið. „Eftir að ég fór út og skoðaði aðstæður hjá Kielce var það fyrsti kostur. Þeir voru mjög áhugasamir en maður þarf að standa sig,“ sagði Haukur. „Ég hef tekið mér góðan tíma og farið vel yfir þetta. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“ Kielce er eitt stærsta lið Evrópu og vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. „Þetta er risastórt félag sem ég er mjög spenntur að spila fyrir. Þetta er krefjandi verkefni,“ sagði Haukur. Líst vel á DujshebaevHaukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.vísir/vilhelmTalant Dujshebaev er þjálfari Kielce og hefur verið frá 2014. Haukur hlakkar til að vinna með honum. „Hann virkaði mjög vel á mig. Ég átti mjög gott spjall við hann. Þetta er frábær þjálfari og ég efast ekki um að ég geti bætt mig undir hans stjórn. Þetta verður frábær skóli,“ sagði Haukur. Hann klárar tímabilið með Selfossi áður en hann heldur út. Hann segir að félagaskiptin muni ekki trufla hann það sem eftir er tímabils. „Alls ekki. Það er gott að þetta sé komið frá og komið út,“ sagði Haukur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Þrjú lið börðust um Hauk Póllandsmeistarar Kielce klófestu Hauk Þrastarson. 19. nóvember 2019 14:06 Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Kielce í Póllandi verður fyrsti viðkomustaður Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar í atvinnumennsku. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. „Ég hef skoðað mín mál lengi. Í lok sumars fór ég og kíkti á aðstæður hjá félaginu. Ég talaði við þjálfarana og skoðaði bæinn. Ég er sannfærður um að þetta sé rétt skref,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Hann verður annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi Hauks, Þórir Ólafsson, var í herbúðum liðsins á árunum 2011-14. „Ég talaði við Þóri og fékk ráðleggingar hjá honum. Hann þekkir auðvitað vel til þarna,“ sagði Haukur. Mjög ánægður með niðurstöðunaHaukur í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.vísir/gettyHann hefur verið einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims undanfarna mánuði og mörg stórlið renndu hýru auga til hans. Haukur segir að heimsóknin til Kielce í sumar hafi gert útslagið. „Eftir að ég fór út og skoðaði aðstæður hjá Kielce var það fyrsti kostur. Þeir voru mjög áhugasamir en maður þarf að standa sig,“ sagði Haukur. „Ég hef tekið mér góðan tíma og farið vel yfir þetta. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“ Kielce er eitt stærsta lið Evrópu og vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. „Þetta er risastórt félag sem ég er mjög spenntur að spila fyrir. Þetta er krefjandi verkefni,“ sagði Haukur. Líst vel á DujshebaevHaukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.vísir/vilhelmTalant Dujshebaev er þjálfari Kielce og hefur verið frá 2014. Haukur hlakkar til að vinna með honum. „Hann virkaði mjög vel á mig. Ég átti mjög gott spjall við hann. Þetta er frábær þjálfari og ég efast ekki um að ég geti bætt mig undir hans stjórn. Þetta verður frábær skóli,“ sagði Haukur. Hann klárar tímabilið með Selfossi áður en hann heldur út. Hann segir að félagaskiptin muni ekki trufla hann það sem eftir er tímabils. „Alls ekki. Það er gott að þetta sé komið frá og komið út,“ sagði Haukur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þrjú lið börðust um Hauk Póllandsmeistarar Kielce klófestu Hauk Þrastarson. 19. nóvember 2019 14:06 Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30