Langþráð markmið næst með lagningu rafmagns í Langadal og Bása Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Frá framkvæmdunum á leiðinni inn í Langadal. Ferðafélag Íslands Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Rof á lögn olli óalgengum leka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Rof á lögn olli óalgengum leka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira