Handbolti

Seinni bylgjan: Skot upp á tíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA/Þór vann ævintýralegan sigur á Stjörnunni, 23-22, í 9. umferð Olís-deildar kvenna.Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, skoraði sigurmarkið með skot yfir allan völlinn í þann mund sem leiktíminn rann út. Lonac skoraði ekki bara sigurmarkið heldur varði hún 17 skot.„KA/Þór er gríðarlega heppið með þennan markvörð. Hún hefur verið góð í síðustu leikjum og er lykilinn að því að þær hafa hirt þessi stig,“ sagði Halldór Sigfússon í Seinni bylgjunni á mánudaginn.Ágúst Jóhannsson tók í sama streng og hrósaði Lonac fyrir frammistöðuna á tímabilinu.„Hún hefur verið mjög vaxandi í vetur. Hún hefur varið vel og er fljót að koma boltanum í leik. Þetta skot er svo hreint og gott. Skotið er algjörlega upp á tíu,“ sagði Ágúst.Umræðuna um leik KA/Þórs og Stjörnunnar og alla leikina í 9. umferð Olís-deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sara skaut HK í kaf

Haukar voru allan tímann með frumkvæðið gegn HK og unnu á endanum sex marka sigur, 29-23.

Dramatískt sigurmark á Akureyri

KA/Þór vann sterkan sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í æsispennandi leik á Akureyri.

Valur seig fram úr undir lokin

Valur vann átta marka sigur á Aftureldingu, 19-27, í lokaleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.