Handbolti

Seinni bylgjan: Skot upp á tíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

KA/Þór vann ævintýralegan sigur á Stjörnunni, 23-22, í 9. umferð Olís-deildar kvenna.

Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, skoraði sigurmarkið með skot yfir allan völlinn í þann mund sem leiktíminn rann út. Lonac skoraði ekki bara sigurmarkið heldur varði hún 17 skot.

„KA/Þór er gríðarlega heppið með þennan markvörð. Hún hefur verið góð í síðustu leikjum og er lykilinn að því að þær hafa hirt þessi stig,“ sagði Halldór Sigfússon í Seinni bylgjunni á mánudaginn.

Ágúst Jóhannsson tók í sama streng og hrósaði Lonac fyrir frammistöðuna á tímabilinu.

„Hún hefur verið mjög vaxandi í vetur. Hún hefur varið vel og er fljót að koma boltanum í leik. Þetta skot er svo hreint og gott. Skotið er algjörlega upp á tíu,“ sagði Ágúst.

Umræðuna um leik KA/Þórs og Stjörnunnar og alla leikina í 9. umferð Olís-deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sara skaut HK í kaf

Haukar voru allan tímann með frumkvæðið gegn HK og unnu á endanum sex marka sigur, 29-23.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.