Handbolti

Dramatískt sigurmark á Akureyri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði tvö mörk í kvöld.
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/daníel þór

KA/Þór vann sterkan sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í æsispennandi leik á Akureyri.

Markvörðurinn Matea Lonac var hetja norðankvenna í þessum leik, hún varði 18 bolta ásamt því að hún skoraði sigurmarkið með skot yfir allan völlinn á lokasekúndum leiksins.

Leikurinn hafði verið í járnum allan tímann en staðan var 12-11 fyrir KA/Þór í hálfleik.

Leiknum lauk með 23-22 sigri heimakvenna þökk sé marki Matea, en bæði lið höfðu farið illa með sóknir sínar síðustu mínútuna í leiknum.

Martha Hermannsdóttir var markahæst KA/Þórs með 6 mörk, hjá Stjörnunni gerðu Sólveig Lára Kjærnested og Hanna Guðrún Stefánsdóttir fjögur hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.