Handbolti

Sara skaut HK í kaf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Odden skoraði tíu mörk.
Sara Odden skoraði tíu mörk. vísir/bára

Haukar lögðu HK að velli, 29-23, þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í kvöld.

Haukar eru í 6. sæti deildarinnar með sjö stig, einu sæti neðar og einu stigi minna en HK.

Heimakonur byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 8-2. Gestirnir unnu sig inn í leikinn og Sigríður Hauksdóttir minnkaði muninn í tvö mörk, 12-10, þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Haukar svöruðu með 4-1 kafla og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafi og komust sjö mörkum yfir, 19-12. Það bil náði HK ekki að brúa og minnkaði muninn aldrei niður í minna en þrjú mörk. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23.

Sara Odden átti sinn besta leik fyrir Hauka í vetur og skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Berta Rut Harðardóttir skoraði sex mörk og Guðrún Erla Bjarnadóttir fjögur.

Saga Sif Gísladóttir átti góðan leik í marki Hauka og varði 15 skot (46%). Á meðan var markvarslan hjá HK slök.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst gestanna úr Kópavogi með sex mörk. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði fimm mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.