Handbolti

Valur seig fram úr undir lokin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa skoraði níu mörk fyrir Val.
Lovísa skoraði níu mörk fyrir Val. vísir/bára
Valur minnkaði forskot Fram á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta niður í eitt stig með sigri á Aftureldingu, 19-27, í síðasta leik 9. umferðar. Afturelding er án stiga á botni deildarinnar.

Líkt og í fyrsta leik liðanna á tímabilinu lék Afturelding vel lengst af í fyrri hálfleik.

Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik kom Roberta Ivanauskaite Aftureldingu yfir, 12-11. Þá tók Valur við sér, skoraði fimm mörk gegn einu og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 13-16.

Valskonur skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir. Mosfellingar gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 17-19.

Valur svaraði með þremur mörkum í röð og náði aftur heljartaki á leiknum. Undir lokin jókst munurinn á liðunum og á endanum munaði átta mörkum á þeim, 19-27.

Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með níu mörk. Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sjö mörk og Díana Dögg Magnúsdóttir fimm.

Ivanauskaite skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×