Handbolti

Seinni bylgjan: Hláturskast vegna Framsóknarpeysu Gústa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Í hálfleik á Seinni bylgjunni í gær skipti Ágúst Jóhannsson um föt.

Í fyrri hluta þáttarins var Ágúst í jakka og fráhnepptri skyrtu.

Í seinni hlutanum mætti hann þjóðlegur til leiks, í ullarpeysu merktri Framsóknarflokknum.

Hinn sérfræðingur þáttarins, Halldór Sigfússon, reyndi að halda andliti með Ágúst í Framsóknarpeysunni.

En þegar Ágúst setti á sig vegleg gleraugu sprakk hann úr hlátri eins og þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.