Rafhjólin sem borgarbúar fengu lánuð breyttu ferðahegðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:05 Þátttakendur voru líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda verkefnisins. Alls sóttu 1017 íbúar Reykjavíkur, úr hinum ýmsu hverfum, um þátttöku í verkefninu. Miðað var að því að lána rafhjól í fimm til sex vikur og kanna hvort þau gætu breytt ferðahegðun þátttakenda og gert samgöngur umhverfisvænni. Að lokum voru umsóknir 125 íbúa samþykktar og voru þrjár vefkannanir lagðar fyrir þá: ein áður en þeir fengu rafhjólið, önnur um það bil fjórum til átta vikum eftir að rafhjólinu var skilað og síðasta könnunin í lok júní þessa árs. Í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar segir að áður en lánstímabilið hófst hafi 85 prósent þátttakenda notað bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar, eða sumarið 2019, var þessi tala komin niður í 58 prósent meðal þátttakenda. Enginn þátttakenda notaði rafhjól til að komast í og úr vinnu áður en verkefnið hófst en sumarið 2019 var talan komin upp í 21 prósent. Mynd/Reykjavíkurborg Haft er eftir Kristni J. Eysteinssyni, verkefnisstjóra samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði, að niðurstöðurnar lofi góðu um breytingar. Þá sé hann spenntur að sjá hverjar niðurstöðurnar verði fyrir sumarið 2019, þegar sami fjöldi íbúa fékk rafhjól til afnota og árið áður. Þá hafi niðurstöðurnar einnig bent til þess að fólk upplifi sig jafnöruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli. Rafhjólanotkunin hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan þátttakenda og þeir talið sig ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli. Þá voru þátttakendur líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöðurnar eru birtar sama dag og frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla var samþykkt í ríkisstjórn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að helstu nýmæli frumvarpsins séu að auðvelda fólki kaup á hvers kyns vistvænum hjólum. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi verður felldur brott virðisaukaskattur af rafmagnsreiðhjólum og öðrum reiðhjólum, upp að ákveðnu marki. Þannig er gert ráð fyrir að hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum verði 96 þúsund krónur en 48 þúsund fyrir reiðhjól. Þessi upphæð var tvöfölduð eftir að farið var yfir umsagnir sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42 „Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Flugferðum verður fækkað og starfsmönnum gert auðveldara að nýta vistvæna ferðamáta í loftslagsstefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir stjórnarráðið í dag. 9. apríl 2019 11:42
„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. 29. október 2019 15:56
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00