Sport

Í beinni í dag: Evrópudeildin, golf og íslenski körfuboltinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Williams stóð sig vel í gær sem og Fred.
Williams stóð sig vel í gær sem og Fred. vísir/getty

Það er nóg um að vera á Sportrásunum í dag, átta beinar útsendingar frá þremur íþróttagreinum.

Dagurinn byrjar snemma á Stöð 2 Golf með Alfred Dunhill Championship og svo er sýnt frá Opna spænska mótinu í kvennagolfinu á Sport 4.

Evrópudeildin á sportrásirnar í völd þar sem Manchester United, Arsenal, Rangers og Celtic eru í eldlínunni.

Manchester United er þegar komið áfram í útsláttarkeppnina en Arsenal getur bókað sæti sitt í kvöld.

Arsenal þarf bara stig gegn Frankfurt til þess að tryggja sig áfram, en mega tapa ef Standard Liege tapar fyrir Vitoria.

Þá er leikið í Domino's deild karla í kvöld en sýnt verður beint frá leik Njarðvíkur og Hauka.

Beinar útsendingar í dag:
10:30 Alfred Dunhill Championship, Stöð 2 Golf
13:30 Opna spænska mótið, Sport 4
15:40 Astana - Manchester United, Sport
17:45 Braga - Wolves, Sport
17:45 Feyenoord - Rangers, Sport 2
19:05 Njarðvík - Haukar, Sport 3
19:50 Arsenal - Frankfurt, Sport
19:50 Celtic - Rennes, Sport 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.