Draumabyrjun Söru bjó til ævintýraferð og frí í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Sara Sigmundsdóttir eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu á Írlandi. Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Sara Sigmundsdóttir mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship í aprílmánuði því íslenska CrossFit stjarnan ætlar bara að keppa á tveimur mótum til viðbótar fram að heimsleikunum í ágúst. Sara Sigmundsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil í CrossFit frábærlega með því að vinna „The Open“ og fylgja því síðan eftir með því að vinna CrossFit Filthy 150 mótið á Írlandi. Sara hefur með þessu unnið sér nokkra farseðla á heimsleikana næsta haust og getur því sett upp mánuðina fram að heimsleikunum eftir eigin hentisemi. Sara er kominn til Dúbæ þar sem hún mun keppa á Dubai CrossFit Championship um miðjan desembermánuð. Þar getur hún fylgt eftir frábærri byrjun sinni. Sara er vinsæll og skemmtilegur viðmælandi í CrossFit heiminum enda fáir sem gefa jafnmikið af sér í viðtölum og hún. Sara er hreinskilnin uppmáluð og það gerir viðtölin við hana afarinnileg og skemmtileg. Sara greindi frá framtíðarplönum sínum í viðtölum eftir sigra sína í „The Open“ og á CrossFit Filthy 150 mótinu. Hún gerði meira en það því hún auglýsti líka eftir hugmyndum af mögulegum ferðastöðvum fyrir hana í febrúar. Eftir þessa draumabyrjun á 2020 tímabilinu hefur Sara nefnilega náð að búa sér til frí í febrúar og það ætlar hún að nýta til að fara í ævintýraferð. Sara ræddi aðeins þetta komandi frí sitt í viðtalinu við ritstjóra Morning Chalk Up.„Eftir mótið í Dúbæ þá ætla ég að keppa á Rogue Invitational mótinu og svo eru það bara heimsleikarnir,“ sagði Sara sem þýðir að hún mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship mótinu í apríl. Sara segist ætla að taka smá frí í febrúar en frí hjá henni er samt ekkert frí. Sara segist þó ætla að leyfa sér að slaka aðeins á æfingaálaginu í öðrum mánuði ársins og leyfa sér að fara í ævintýraferð. „Ég ætla að fara í tveggja vikna frí og ferðast eitthvað. Ég ætla að fara á einhvern frábæran stað. Mælir þú með einhverjum stað,“ spurði Sara spyrilinn Justin LoFranco. Evrópa var strax úr leik. „Ég vil sól og strendur. Ég hef farið til Balí,“ sagði Sara sem vil prófa eitthvað nýtt í þessari ferð sinni. Áður en Justin LoFranco áttaði sig á því þá var Sara búin að breyta viðtalinu í létt kaffihúsaspjall þar sem hún spurði hann á móti. Hann reyndi þó að komast aftur á strik á ný. Sara nefndi einnig febrúarfríð sitt í viðtali strax eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu en það má sjá það viðtal hér fyrir neðan en þar fer Sara líka aðeins yfir þessa draumabyrjun sína á tímabilinu. CrossFit Tengdar fréttir Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30 Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30 Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship í aprílmánuði því íslenska CrossFit stjarnan ætlar bara að keppa á tveimur mótum til viðbótar fram að heimsleikunum í ágúst. Sara Sigmundsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil í CrossFit frábærlega með því að vinna „The Open“ og fylgja því síðan eftir með því að vinna CrossFit Filthy 150 mótið á Írlandi. Sara hefur með þessu unnið sér nokkra farseðla á heimsleikana næsta haust og getur því sett upp mánuðina fram að heimsleikunum eftir eigin hentisemi. Sara er kominn til Dúbæ þar sem hún mun keppa á Dubai CrossFit Championship um miðjan desembermánuð. Þar getur hún fylgt eftir frábærri byrjun sinni. Sara er vinsæll og skemmtilegur viðmælandi í CrossFit heiminum enda fáir sem gefa jafnmikið af sér í viðtölum og hún. Sara er hreinskilnin uppmáluð og það gerir viðtölin við hana afarinnileg og skemmtileg. Sara greindi frá framtíðarplönum sínum í viðtölum eftir sigra sína í „The Open“ og á CrossFit Filthy 150 mótinu. Hún gerði meira en það því hún auglýsti líka eftir hugmyndum af mögulegum ferðastöðvum fyrir hana í febrúar. Eftir þessa draumabyrjun á 2020 tímabilinu hefur Sara nefnilega náð að búa sér til frí í febrúar og það ætlar hún að nýta til að fara í ævintýraferð. Sara ræddi aðeins þetta komandi frí sitt í viðtalinu við ritstjóra Morning Chalk Up.„Eftir mótið í Dúbæ þá ætla ég að keppa á Rogue Invitational mótinu og svo eru það bara heimsleikarnir,“ sagði Sara sem þýðir að hún mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship mótinu í apríl. Sara segist ætla að taka smá frí í febrúar en frí hjá henni er samt ekkert frí. Sara segist þó ætla að leyfa sér að slaka aðeins á æfingaálaginu í öðrum mánuði ársins og leyfa sér að fara í ævintýraferð. „Ég ætla að fara í tveggja vikna frí og ferðast eitthvað. Ég ætla að fara á einhvern frábæran stað. Mælir þú með einhverjum stað,“ spurði Sara spyrilinn Justin LoFranco. Evrópa var strax úr leik. „Ég vil sól og strendur. Ég hef farið til Balí,“ sagði Sara sem vil prófa eitthvað nýtt í þessari ferð sinni. Áður en Justin LoFranco áttaði sig á því þá var Sara búin að breyta viðtalinu í létt kaffihúsaspjall þar sem hún spurði hann á móti. Hann reyndi þó að komast aftur á strik á ný. Sara nefndi einnig febrúarfríð sitt í viðtali strax eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu en það má sjá það viðtal hér fyrir neðan en þar fer Sara líka aðeins yfir þessa draumabyrjun sína á tímabilinu.
CrossFit Tengdar fréttir Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30 Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30 Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Sjá meira
Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30
Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30
Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30