Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 11:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/VICKIE FLORES Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. Skýrslan sem var unnin af Leyniþjónustu- og öryggisnefnd breska þingsins er tilbúin til opinberar birtingar en ríkisstjórn Boris Johnson ætlar ekki að birta hana fyrr en eftir þingkosningarnar 12. desember. Umrædd skýrsla, sem er meðal annars unnin úr gögnum frá leyniþjónustum Bretlands, inniheldur ásakanir um njósnir, niðurrifsstarfsemi og afskipti af kosningum í Bretlandi, samkvæmt frétt BBC. Hún fjallar einnig að einhverju leyti um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit 2016 og þingkosningarnar 2017. Skýrslan var færð forsætisráðuneytinu þann 17. október en ákveðið hefur verið að bíða með birtingu hennar þar til eftir kosningar. Meðlimir nefndarinnar og forsvarsmenn leyniþjónusta eru verulega ósáttir við þá ákvörðun en meðlimir ríkisstjórnar Johnson segja það eðlilegt þar sem innihald skýrslunnar væri viðkvæmt. Heimildir fjölmiðla ytra herma þó að engir forsvarsmenn ríkisstofnana sem að skýrslunni koma hafi sett sig gegn birtingu hennar. Búið sé að tryggja að engar leynilegar upplýsingar sé að finna þar. Ákvörðunin sé alfarið á höndum forsætisráðuneytisins.The Times sagði frá því á sunnudaginn (áskriftarvefur) að í skýrslunni séu níu rússneskir viðskiptamenn sem hafi gefið fjármuni til Íhaldsflokks Boris Johnson nefndir á nafn. Sumir þeirra hafi náin tengsl við Johnson. Ekki er þó ljóst hvort þeir séu nefndir í þeim hluta skýrslunnar sem birta á opinberlega.Einn þeirra heitir Alexander Temerko. Hann hefur unnið fyrir Varnarmálaráðuneyti Rússlands og hefur talað opinberlega um „vin sinn“ Boris Johnson. Temerko er sagður hafa gefið Íhaldsflokknum 1,2 milljónir punda á síðustu sjö árum. Annar heitir Alexander Lebedev og er fyrrverandi útsendari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann keypti á árum áður dagblaðið Evening Standard og það með leyfi síðustu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt The Times bauð Evgeny Lebedev, sonur Alexander, Boris Johnson í nokkrum sinnum í samkvæmi fjölskyldunnar í kastala fjölskyldunnar nærri Perugia á Ítalíu. Johnson er sagður hafa farið í eitt slíkt samkvæmi í apríl 2018, þegar hann var utanríkisráðherra, og fór hann án þeirrar öryggisgæslu sem fylgir breskum ráðherrum að venju. Stærsti rússneski stuðningsmaður Íhaldsflokksins er Lubov Chernukhin, eiginkona Vladimir Chernukhin, sem er fyrrverandi bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hún greiddi 160 þúsund pund fyrir tennisleik við Johnson og hefur gefið flokknum rúmlega 450 þúsund pund á síðastliðnu ári.Emily Thornberry, skuggaráðherra utanríkismála hjá Verkamannaflokknum.EPA/ANDY RAINStjórnarandstæðingar segja greinilegt að forsætisráðuneytið hafi dregið úr birtingu skýrslunnar af pólitískum ástæðum. Emily Thornberry úr Verkamannaflokknum hélt því fram í síðustu viku að töfin væri óréttlætanleg og sagði greinilegt að pólitískar ástæður lægju þar að baki. „Ég óttast að þetta sé vegna þess að þeir átta sig á að skýrslan muni leiða til frekari spurninga á um aðkomu Rússa varðandi Brexit og núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og það muni koma niður á kosningabaráttu þeirra,“ sagði hún. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands „skammarlega“. Breskir kjósendur eigi rétt á því að vita hvað komi fram í skýrslunni. Í viðtali við BBC sagði hún ljóst að Rússar hefðu haft umfangsmikil afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og þeir séu enn að hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi. „Það er enginn vafi. Við vitum það í okkar landi, við höfum séð það í Evrópu og við höfum séð það hér [í Bretlandi], að sérstaklega Rússar eru ákveðnir að hafa reyna að hafa áhrif á þróun stjórnmála í vestrænum lýðræðisríkjum,“ sagði Clinton. „Ekki í okkar hag, heldur þeirra.“ Bretland Brexit Rússland Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. Skýrslan sem var unnin af Leyniþjónustu- og öryggisnefnd breska þingsins er tilbúin til opinberar birtingar en ríkisstjórn Boris Johnson ætlar ekki að birta hana fyrr en eftir þingkosningarnar 12. desember. Umrædd skýrsla, sem er meðal annars unnin úr gögnum frá leyniþjónustum Bretlands, inniheldur ásakanir um njósnir, niðurrifsstarfsemi og afskipti af kosningum í Bretlandi, samkvæmt frétt BBC. Hún fjallar einnig að einhverju leyti um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit 2016 og þingkosningarnar 2017. Skýrslan var færð forsætisráðuneytinu þann 17. október en ákveðið hefur verið að bíða með birtingu hennar þar til eftir kosningar. Meðlimir nefndarinnar og forsvarsmenn leyniþjónusta eru verulega ósáttir við þá ákvörðun en meðlimir ríkisstjórnar Johnson segja það eðlilegt þar sem innihald skýrslunnar væri viðkvæmt. Heimildir fjölmiðla ytra herma þó að engir forsvarsmenn ríkisstofnana sem að skýrslunni koma hafi sett sig gegn birtingu hennar. Búið sé að tryggja að engar leynilegar upplýsingar sé að finna þar. Ákvörðunin sé alfarið á höndum forsætisráðuneytisins.The Times sagði frá því á sunnudaginn (áskriftarvefur) að í skýrslunni séu níu rússneskir viðskiptamenn sem hafi gefið fjármuni til Íhaldsflokks Boris Johnson nefndir á nafn. Sumir þeirra hafi náin tengsl við Johnson. Ekki er þó ljóst hvort þeir séu nefndir í þeim hluta skýrslunnar sem birta á opinberlega.Einn þeirra heitir Alexander Temerko. Hann hefur unnið fyrir Varnarmálaráðuneyti Rússlands og hefur talað opinberlega um „vin sinn“ Boris Johnson. Temerko er sagður hafa gefið Íhaldsflokknum 1,2 milljónir punda á síðustu sjö árum. Annar heitir Alexander Lebedev og er fyrrverandi útsendari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann keypti á árum áður dagblaðið Evening Standard og það með leyfi síðustu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt The Times bauð Evgeny Lebedev, sonur Alexander, Boris Johnson í nokkrum sinnum í samkvæmi fjölskyldunnar í kastala fjölskyldunnar nærri Perugia á Ítalíu. Johnson er sagður hafa farið í eitt slíkt samkvæmi í apríl 2018, þegar hann var utanríkisráðherra, og fór hann án þeirrar öryggisgæslu sem fylgir breskum ráðherrum að venju. Stærsti rússneski stuðningsmaður Íhaldsflokksins er Lubov Chernukhin, eiginkona Vladimir Chernukhin, sem er fyrrverandi bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hún greiddi 160 þúsund pund fyrir tennisleik við Johnson og hefur gefið flokknum rúmlega 450 þúsund pund á síðastliðnu ári.Emily Thornberry, skuggaráðherra utanríkismála hjá Verkamannaflokknum.EPA/ANDY RAINStjórnarandstæðingar segja greinilegt að forsætisráðuneytið hafi dregið úr birtingu skýrslunnar af pólitískum ástæðum. Emily Thornberry úr Verkamannaflokknum hélt því fram í síðustu viku að töfin væri óréttlætanleg og sagði greinilegt að pólitískar ástæður lægju þar að baki. „Ég óttast að þetta sé vegna þess að þeir átta sig á að skýrslan muni leiða til frekari spurninga á um aðkomu Rússa varðandi Brexit og núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og það muni koma niður á kosningabaráttu þeirra,“ sagði hún. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands „skammarlega“. Breskir kjósendur eigi rétt á því að vita hvað komi fram í skýrslunni. Í viðtali við BBC sagði hún ljóst að Rússar hefðu haft umfangsmikil afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og þeir séu enn að hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi. „Það er enginn vafi. Við vitum það í okkar landi, við höfum séð það í Evrópu og við höfum séð það hér [í Bretlandi], að sérstaklega Rússar eru ákveðnir að hafa reyna að hafa áhrif á þróun stjórnmála í vestrænum lýðræðisríkjum,“ sagði Clinton. „Ekki í okkar hag, heldur þeirra.“
Bretland Brexit Rússland Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“