Erlent

Sex­tán látnir eftir lestar­slys í Bangla­dess

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að lestirnar voru á sama spori.
Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að lestirnar voru á sama spori. epa

Sextán manns hið minnsta eru látnir eftir að tvær lestir rákust saman fyrir utan borgina Brahmanbaria í austurhluta Bangladess.

Slysið varð um miðja nótt að staðartíma þegar stór hluti farþeganna var í fastasvefni.

Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að lestirnar voru á sama spori, en talsmenn yfirvalda í landinu telja að tala látinna komi til með að hækka.

Lestarslys eru tiltölulega algeng í Bangladess, en öryggiskröfur og eftirlit eru þar minni en víða annars staðar í heiminum.

epa


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.