Erlent

Þrír látnir eftir skóla­skot­á­rás í Kali­forníu

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásin átti sér stað um 48 kílómetra norðvestur af Los Angeles.
Árásin átti sér stað um 48 kílómetra norðvestur af Los Angeles. Vísir/AP

Tveir eru látnir og minnst þrír særðir eftir að nemandi hóf skotárás í skóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Myndband sem náðist af árásinni sýnir árásarmanninn að lokum skjóta sjálfan sig í höfuðið.

Nemendurnir sem létust voru fjórtán og sextán ára gamlir. Skólanum sem um ræðir og öðrum í nágreninnu var lokað í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásarmaðurinn sextán ára gamall drengur.

Skotárásin átti sér stað um klukkan hálf átta í morgun að staðartíma í borginni Santa Clarita.

Tim Murakami, varalögreglustjóri Los Angeles-sýslu, bað foreldra afsökunar á því að nemendurnir fengu ekki að yfirgefa svæðið strax. Mikilvægt væri að rannsakendur fengu tækifæri til þess að ræða við alla nemendurna á staðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.