Erlent

Þrír látnir eftir skóla­skot­á­rás í Kali­forníu

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásin átti sér stað um 48 kílómetra norðvestur af Los Angeles.
Árásin átti sér stað um 48 kílómetra norðvestur af Los Angeles. Vísir/AP
Tveir eru látnir og minnst þrír særðir eftir að nemandi hóf skotárás í skóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Myndband sem náðist af árásinni sýnir árásarmanninn að lokum skjóta sjálfan sig í höfuðið.

Nemendurnir sem létust voru fjórtán og sextán ára gamlir. Skólanum sem um ræðir og öðrum í nágreninnu var lokað í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásarmaðurinn sextán ára gamall drengur.

Skotárásin átti sér stað um klukkan hálf átta í morgun að staðartíma í borginni Santa Clarita.

Tim Murakami, varalögreglustjóri Los Angeles-sýslu, bað foreldra afsökunar á því að nemendurnir fengu ekki að yfirgefa svæðið strax. Mikilvægt væri að rannsakendur fengu tækifæri til þess að ræða við alla nemendurna á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×