Innlent

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvélin var ekki lengi í loftinu. Hún lenti aftur í Keflavík um hálftíma eftir flugtak. Feril hennar má sjá á meðfylgjandi mynd.
Flugvélin var ekki lengi í loftinu. Hún lenti aftur í Keflavík um hálftíma eftir flugtak. Feril hennar má sjá á meðfylgjandi mynd. Skjáskot/Flightradar

Flugvél Icelandair, sem tók af stað til Brussel frá Keflavíkurflugvelli í morgun, var snúið við til Keflavíkur vegna bilunar í afísingarbúnaði. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi.

Flugvélin, sem er með flugnúmerið FI554, tók á loft klukkan 7:50 í morgun en var lent aftur í Keflavík um hálftíma síðar. 

Ásdís segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að skipta um vél og bíða farþegar nú eftir að sú nýja verði tilbúin í flugtak. Gert er ráð fyrir að aftur verði lagt af stað til Brussel um klukkan 10:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.