Innlent

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvélin var ekki lengi í loftinu. Hún lenti aftur í Keflavík um hálftíma eftir flugtak. Feril hennar má sjá á meðfylgjandi mynd.
Flugvélin var ekki lengi í loftinu. Hún lenti aftur í Keflavík um hálftíma eftir flugtak. Feril hennar má sjá á meðfylgjandi mynd. Skjáskot/Flightradar
Flugvél Icelandair, sem tók af stað til Brussel frá Keflavíkurflugvelli í morgun, var snúið við til Keflavíkur vegna bilunar í afísingarbúnaði. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi.

Flugvélin, sem er með flugnúmerið FI554, tók á loft klukkan 7:50 í morgun en var lent aftur í Keflavík um hálftíma síðar. 

Ásdís segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að skipta um vél og bíða farþegar nú eftir að sú nýja verði tilbúin í flugtak. Gert er ráð fyrir að aftur verði lagt af stað til Brussel um klukkan 10:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×