Tveimur gíslum Talibana sleppt úr haldi eftir rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 11:47 Ashraf Ghani, forseti Afganistan, og þeir Timothy Weeks (efri) og Kevin King (neðri). Vísir/AP Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira
Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira