Innlent

Alls tíu milljónir til hjálpar­sam­taka og hælis­leit­enda

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórn fundaði í morgun.
Ríkisstjórn fundaði í morgun. vísir/vilhelm
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita fimm milljónir af ráðstöfunarfé sínu til hjálparsamtaka hér á landi í aðdraganda jóla og aðrar fimm í viðbótargreiðslur til umsækjenda um alþjóðlega vernd.Þetta kemur fram í tilkynningum á vef stjórnarráðsins. Þar segir að undanfarin ár hafi umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur.Í lok október hafi tæplega 600 umsækjendur um alþjóðlega vernd notið þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.Þá segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum í morgun að veita fimm milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til hjálparsamtaka hér á landi í aðdraganda jóla.„Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.