Sport

Í beinni í dag: Arsenal, Man. City, Domin­os-deild kvenna og fjórðungs­upp­gjör Olís-deildar kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta í kvöld.
Brot af því besta í kvöld. vísir/skjáskot

Það eru níu útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en Evrópudeildin, Meistaradeildin, Dominos-deild kvenna og Olís-deild kvenna kemur við sögu í kvöld.

Arsenal spilar gegn Vitoria á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld en leiknum var flýtt vegna umferðarteppu. Það dró svo til tíðinda í gær er Unai Emery tók fyrirliðabandið af Granit Xhaka.

Meistaradeildin er svo á sínum stað í kvöld sem og Meistaradeildarmessan og mörkin. City og Tottenham verða í eldlínunni en Tottenham þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér á lífi.

Tottenham er með fjögur stig, Crvena Zvezda er með þrjú stig en Bayern er á toppnum með níu stig. Bayern á einmitt fyrsta leik dagsins í Meistaradeildinni er þeir spila við Olympiakos, botnliðið, á heimavelli en Bæjarar ruku stjórann um helgina.

Í Borgarnesi mætir silfurliðið Keflavík heimastúlkum í Skallagrím. Borgnesingar eru í 4. sætinu með sex stig en Keflavík er sæti neðar með tveimur stigum minna.

Klukkan 22.30 verður svo fjórðungsuppgjör í Olís-deild kvenna þar sem Svava Kristín Grétarsdóttir fer yfir fyrstu sjö umferðirnar í Olís-deild kvenna ásamt sérfræðingum sínum.

Dagskrá dagsins sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Dagskrá dagsins:
15.40 Vitoria - Arsenal (Stöð 2 Sport)
17.45 Bayern - Olympiakos (Stör 2 Sport 2)
19.05 Skallagrímur - Breiðablik (Stöð 2 Golf)
19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)
19.50 Atalanta - Man. City (Stöð 2 Sport 2)
19.50 Real Madrid - Galatasaray (Stöð 2 Sport 3)
19.50 Rauða Stjarnan - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)
22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)
22.30 Seinni bylgjan - fjórðungsuppgjör (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.