Innlent

Bensín­sprengju kastað í bíl

Atli Ísleifsson skrifar
Um hálf tvö var bílvelta í Breiðholtinu.
Um hálf tvö var bílvelta í Breiðholtinu. Vísir/vilhelm
Nokkuð erilsamt virðist hafa verið hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt en um sjötíu mál voru skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 16:30 og fram til klukkan fimm í morgun.Alvarlegasta atvikið átti sér stað um klukkan 23:30 í póstnúmeri 104 þegar bensínsprengju var kastað að mannlausri bifreið. Engan sakaði og voru gerendur á brott er lögreglu bar að. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Í sama hverfi nokkru síðar eða um 2:30 í nótt var síðan tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi að öskra úti á götu og að ónáða íbúa. Sá var vistaður í fangageymslum lögreglu uns vímuástandið rennur af honum.Um hálf tvö var síðan bílvelta í Breiðholtinu þar sem ökumaðurinn var talinn fastur í bifreiðinni. Honum tókst þó að komast út með smá aðstoð og liggja frekari upplýsingar um ástand hans ekki fyrir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.