Innlent

Strætó­ferðir á lands­byggðinni raskast á morgun vegna veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Allir farþegar eru hvattir til að fylgjast grannt með veðurspá.
Allir farþegar eru hvattir til að fylgjast grannt með veðurspá. vísir/vilhelm

Gul viðvörun er í gildi um allt land á morgun og eru miklar líkur á því að ferðir Strætó á landsbyggðinni falli niður vegna veðurs eftir klukkan 11.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Eru allir farþegar hvattir til að fylgjast grannt með veðurspá og tilkynningum frá Stjórnstöð Strætó.

Er hægt að nálgast tilkynningar undir gjallarhorninu á heimasíðu Strætó eða inn á Twitter-síðu Strætó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.