Sport

Bjórelskandi hafnaboltaáhorfandinn fékk sína eigin auglýsingu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Augnablikið sem gerði Adams frægan.
Augnablikið sem gerði Adams frægan. vísir/getty
Jeff Adams varð óvænt stjarna í Bandaríkjunum er hann sleppti því að grípa bolta á leik í World Series en kaus þess í stað að halda þéttingsfast um bjórana sína.

Þeir voru af gerðinni Bud Light sem fékk þar flotta, fría auglýsingu. Þeir gengu lengra, höfðu samband við Adams og birtu þessa auglýsingu í leik sex í World Series í gær.

Adams hefur því fengið vænan seðil eftir allt saman og örugglega nóg af fríum bjór.

Hann var líka heppinn að boltinn lenti á endanum beint fyrir framan hann og því fékk hann að halda boltanum og missti ekki dropa úr bjórdósunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.