Lífið

Hera vakti athygli á heimsfrumsýningu See

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hera leikur aðalhlutverk í nýjum þáttum framleiddum af Apple.
Hera leikur aðalhlutverk í nýjum þáttum framleiddum af Apple. Mynd/Getty

Ljósmyndarar kepptust um að fá að mynda leikkonuna Heru Hilmarsdóttur á rauða dreglinum í gær. Hera var viðstödd heimsfrumsýningar Apple TV á á sjónvarpsþáttunum See, en þættirnir gerast í framtíðinni þar sem allt mannkynið er blint.  Hera, sem kallar sig Hera Hilmar, ljómaði og virtist mjög afslöppuð á rauða dreglinum. 

Hera Hilmar á frumsýningu See. Mynd/Getty

Hera leikur Maghra í þáttunum á móti Game of Thrones leika ranum Jason Momoa. Hera og Momoa voru mynduð á rauða dreglinum í gær ásamt Alfre Woodard, Nesta Cooper, Archie Madekwe, Yadira Guevara-Prip, Christian Camargo og Sylvia Hoeks.

Hera Hilmarsdóttir og Jason Momoa leika par í þáttunum og eignast þau saman börn, með ófyrirséðum afleiðingum. Mynd/Getty

Hera sást síðast á hvíta tjaldinu í í aðalhlutverki í myndinni Mortal Engines sem framleidd var af Peter Jackson. Hera sagði eftir fumsýningu Mortal Engines að hún hafi verið svolítið hrædd á frumsýningunni í London, vegna „agressívra“ ljósmyndara.

Aðalleikarar sjónvarpsþáttanna See. Mynd/Getty

Það er Apple sem framleiðir þættina og verða þeir aðgengilegir frá 1.nóvember næstkomandi.

Hera leikur ákveðna móður í þessum áhugaverðu þáttum. Skjáskot/Youtube

Stiklu fyrir þættina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Meðfylgjandi myndband var tekið af Heru á rauða dreglinum í Los Angeles í gær. 

„Það er er geggjað. Ég get ekki sagt of mikið um það, en ég held við höfum aldrei séð neitt eins og þetta,“ sagði Hera um þættina í Íslandi í dag á síðasta ári

Hera Hilmarsdóttir Mynd/Getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.