Sport

Katrín Tanja heillaði alla upp úr skónum á ESPN-sviðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kartín Tanja Davíðsdóttir á sviðinu.
Kartín Tanja Davíðsdóttir á sviðinu. Skjámynd/Twitter
Nú er hægt að horfa á íslensku CrossFit konuna upp á sviði ESPN með þremur öðrum heimsþekktum íþróttakonum.

Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifaði söguna fyrir CrossFit íþróttina í nótt þegar hún varð fyrsta CrossFit afrekskonan til að taka þátt í espnW ráðstefnunni um konur og íþróttir.

Ráðstefnan fór fram á PelicanHill hvíldarstaðnum á NewportBeach í Kaliforníufylki.

Þetta er tíunda árið sem þessi ráðstefna fer fram og það er dæmi um uppgang CrossFit íþróttarinnar og sterka stöðu Katrínar Tönju sem sendiherra íþróttarinnar, að okkar kona hafi fengið boðið í ár.

Katrín tanja deildi sviðinu með þremur öðrum frægum og farsælum íþróttakonum. Þær voru WNBA-körfuboltakonan LizCambage, WWE bardagakonan BeckyLynch og Ólympíumeistarinn Shelly-Ann Fraser-Pryce sem vann ÓL-gull í 100 metra hlaupi.

Markmið ráðstefnunnar er að ræða stöðu kvenna innan íþrótta og leita að frekari tækifærum fyrir konur innan íþróttahreyfingarinnar

Hér fyrir neðan má sjá Kartínu Tönju heilla alla upp úr skónum á ESPN-sviðinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×