Körfubolti

NBA deildin fer af stað í nótt | Borgarslagur í Los Angeles

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er þetta besta tvíeyki NBA deildarinnar?
Er þetta besta tvíeyki NBA deildarinnar? Vísir/Getty
NBA deildin í körfubolta hefst í nótt með átta leikjum. Stórleikur næturinnar er leikur Los Angeles Lakers og nágranna þeirra í Los Angeles Clippers.Miklar sviptingar urðu í sumar og fór besti leikmaður síðasta tímabils, Kawhi Leonard, frá meisturum Toronto Raptors til Los Angeles Clippers eftir langan aðdraganda þar sem flestir héldu að Leonard myndi enda hjá erkifjendunum í Lakers.LeBron James og félagar fengu samt sem áður ágætis liðsstyrk í Anthony Davis en þeir tveir eru af mörgum taldir besta tvíeyki deildarinnar. Þar á eftir kemur hitt tvíeykið í Los Angeles en Paul George fór einnig til Clippers.Því miður fyrir New Orleans Pelicans, sem og aðdáendur deildarinnar, þá meiddist nýliðinn Zion Williamson nýverið og missir af fyrstu vikum tímabilsins. Sem betur fer fyrir Zion er tímabilið í NBA langt og því nóg af leikjum eftir þegar hann snýr aftur.Pelicans mæta ríkjandi meisturum í Toronto í nótt.Leikir næturinnar

Toronto Raptors - New Orleans Pelicans

Orlando Magic - Cleveland Cavaliers

Charlotte Hornets - Chicago Bulls

Miami Heat - Memphis Grizzlies

Indiana Pacers - Detroit Pistons

Brooklyn Nets - Minnesota Timberwolves

Philadelphia 76ers - Boston Celtics

Tengd skjöl

NBA

Tengdar fréttir

Durant: Knicks er ekki svalt nafn lengur

Kevin Durant segir að New York Knicks geti ekki stólað sig á nafn félagsins til þess að landa bestu leikmönnunum, því flestir þeirra muni ekki eftir góðæristímum félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.