Körfubolti

Durant: Knicks er ekki svalt nafn lengur

Kevin Durant er orðinn leikmaður Brooklyn
Kevin Durant er orðinn leikmaður Brooklyn vísir/getty

Kevin Durant segir að New York Knicks geti ekki stólað sig á nafn félagsins til þess að landa bestu leikmönnunum, því flestir þeirra muni ekki eftir góðæristímum félagsins.

„Ég held að margir stuðningsmenn sjái Knicks sem stórt nafn en margir ungir leikmenn muna ekki eftir því þegar Knicks var gott lið,“ sagði Durant við útvarpsstöð í New York.

„Ég sá Knicks í úrslitum en krakkarnir sem ólust upp á eftir mér sáu það ekki. Nafn Knicks er ekki eins svalt og Golden State Warriors, eða jafnvel Lakers eða Brooklyn Nets.“

Á síðasta tímabili voru sögusagnir um að Durant væri á leið til Knicks, en hann ákvað að semja við Nets í sumar.

„Ég hugsaði um það, en ég skoðaði Knicks aldrei alvarlega,“ sagði Durant.

Durant mun hins vegar ekkert spila á þessu tímabili því hann sleit hásin í úrslitum deildarinnar á síðasta tímabili með Warriors.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.