Körfubolti

Kínverjar hætta samsarfi við Rockets vegna tísts

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Harden spilar fyrir Houston Rockets
James Harden spilar fyrir Houston Rockets Getty/Tim Warner

Kínverska körfuboltasambandið ætlar að hætta öllu samstarfi við NBA félagið Houston Rockets eftir tíst frá framkvæmdarstjóra félagsins.

Daryl Morey, framkvæmdarstjóri Houston, sagði í tísti sínu: „Berjist fyrir frelsi. Stöndum með Hong Kong.“

Tístið fór fyrir brjóstið á forráðamönnum kínverska sambandsins og sagði það að ummælin væru mjög óviðeigandi og þau mótmæltu þeim harðlega. Tístinu hefur nú verið eytt.

Rockets hefur í gegnum tíðina átt í mjög góðu sambandi við kínverska sambandið vegna þess að kínverska stjarnan Yao Ming spilaði allan NBA feril sinn með Houston.

Eigandi Rockets, Tilmann Fertitta, fór á Twitter og sagði orð Morey ekki vera orð liðsins og að liðið væri ekki pólitísk eining.

Fertitta sagði við ESPN að samband hans og Morey væri gott, en honum hefði fundist hann skildugur til þess að koma því á hreint að Rockets tæki ekki pólitíska afstöðu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.