Sport

Gulldrengurinn ásakaður um kynferðisbrot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oscar De La Hoya.
Oscar De La Hoya. Getty/Omar Vega
Oscar De La Hoya, sexfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, hefur verið ákærður um að hafa misnotað konu á heimili sínu fyrir tveimur árum.Breska ríkisútvarpið hefur fengið að skoða réttargögn í málinu sem þá 29 ára gömul kona hefur höfðað gegn Oscar De La Hoya.Þar er De La Hoya ásakaður um nauðgun, líkamsárás, kynjamisrétti, vanrækslu og að hafa valdið konunni miklum tilfinningalegum skaða.Kynferðisbrotið á að hafa átt sér stað á heimili Oscar De La Hoya árið 2007.Oscar De La Hoya er 46 ára gamall en konan er fimmtán árum yngri en hann. Þau áttu í kynferðislegu sambandi á þessum tíma.Talsmaður Oscar De La Hoya segir að ekkert sé til í þessum ásökunum og að skjólstæðingur sinn sé alsaklaus í þessu mál.Konan sækir málið fyrir borgardómi og vill fá peningabætur frá De La Hoya.Í yfirlýsingu frá fyrirtæki De La Hoya, Golden Boy Promotions, segir meðal annars að hann sem farsæll viðskiptamaður sé kjörið skotmark.„Við neitum þessum ásökunum algjörlega og okkur hlakkar til að verja nafn og orðspor Oscars,“ segir í yfirlýsingunni.

Tengd skjöl

BoxFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.