Sport

Rússneskur Stjáni blái barinn af bloggara | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta hlýtur að vera einn fáranlegasti bardagi allra tíma.
Þetta hlýtur að vera einn fáranlegasti bardagi allra tíma.

Einn furðulegasti MMA-bardagi allra tíma fór fram í Rússlandi á dögunum þar sem rússneska útgáfan af Stjána bláa barðist við bloggara sem er 20 árum eldri en hann.

Hinn 23 ára gamli Kirill Tereshin er með fáranlega upphandleggsvöðva enda hefur hann dælt í sig stórhættulegu efni, synthol, svo hann geti litið út eins og Stjáni blái.

Hann ákvað að stíga inn í búrið gegn Oleg Mongol sem er bloggari og leikari. Bloggarinn pakkaði Stjána bláa saman og kláraði bardagann á uppgjafartaki í fyrstu lotu.

Þessi bardagi er auðvitað fullkomlega fáranlegur á milli tveggja áhugamanna en það má brosa út í annað yfir þessari vitleysu.


MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.