Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. október 2019 18:30 Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét. Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét.
Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira