Sport

Biles kastaði fyrsta boltanum með stæl | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Biles er engri lík.
Biles er engri lík. vísir/getty
Fimleikadrottningin Simone Biles var mætt á World Series í gær til þess að kasta fyrsta boltanum í leiknum. Það gerði hún á sinn hátt.

Biles er frá Texas og styður því Houston Astros í baráttunni gegn Washington Nationals í baráttunni um sigurinn í MLB-deildinni.

Hin magnaða Biles tók eitt glæsilegt stökk á hólnum áður en hún kastaði boltanum.

Því miður fyrir Astros þá sýndi liðið ekki sömu tilþrif og hún. Liðið tapaði 12-3 og er 2-0 undir í einvíginu gegn Nationals.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.