Sport

Fury setur stefnuna á MMA | Conor gæti þjálfað hann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson Fury.
Tyson Fury. vísir/getty
Hnefaleikakappinn Tyson Fury er stórhuga þessa dagana og íhugar nú að láta til sína taka í MMA-heiminum.

„Við gætum séð Tyson Fury þreyta frumraun sína í MMA á þessu ári,“ sagði Fury en hann segist hafa rætt málið við Írann Conor McGregor.

„Hann er tilbúinn að þjálfa mig og þetta verður gott. Ég hef engar áhyggjur af því að ég geti ekki gert það gott í MMA og Conor hefur boðið mér að koma yfir til Írlands og æfa með honum.“





Fury er orðinn 31 árs gamall þungavigtarboxari sem hefur aldrei tapað bardaga. Hann er búinn með tvö bardaga á árinu.

Á fimmtudag er hann aftur á móti að taka þátt í WWE í Sádi Arabíu en þar gæti hann einnig átt framtíð fyrir sér.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×