Sport

Ríghélt um bjórana en sleppti því að grípa boltann í World Series | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Adams með bjórana í stúkunni.
Hér má sjá Adams með bjórana í stúkunni.
Draumur flestra hafnaboltaáhugamanna er að grípa bolta í heimahafnarhlaupi. Sérstaklega í World Series. Í fyrsta skipti í sögunni valdi áhorfandi frekar að ríghalda í bjórana sína en að grípa boltann.

Atvikið átti sér stað í fimmta leik Washington Nationals og Houston Astros. Okkar maður er með bjór í báðum höndum og datt ekki til hugar að sleppa þeim og grípa boltann. Hann hefði reyndar getað keypt ansi marga bjóra fyrir þennan bolta.

Boltinn harði fór beint í belginn á áhorfandanum sem át höggið og ekki fór dropi til spillis. Mörgum þótti mikið til þeirra tilþrifa koma.

Svo mikið að Bud Light vildi endilega komast að því hver hann er og verðlauna hann. Áhorfandinn heitir Jeff Adams og fékk líklega mikið af fríum bjór.

Hér að neðan má sjá áhorfandann þyrsta með örlítið af Bud í tánni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.